Hæg breytileg átt[ Slowly Changing Course[

VinnuferliWork process

01.07.2014 – Arkitektúr í blindgötu? Anna María Bogadóttir.

Screen shot 2014-07-02 at 19.20.05

 

Anna María Bogadóttir arkítekt og formaður stjórnar verkefnisins er nýkomin frá Feneyjum, þar sem hún sótti tvíæringinn í arkítektúr. Hún segir frá áherslum og straumum á tvíæringnum í ár í þremur pistlum í Víðsjá, hér hljómar sá fyrsti.

 

19.06.2014 – Lókal glóbal búseta. Dagný.

Mulakampur

Í spjalli við Helgu Bragadóttur arkitekt í gær mundi hún eftir því hvernig þessi hús voru fjarlægð smátt og smátt og „kampararnir“ fluttu annað.

Við erum með tilvísun í fortíðina á ýmsan máta, þarna má sjá sveitabæina í bakgrunn líka.

Mér datt því í hug hvort þetta blogg væri skemmtilegt innlegg:

 

24.05.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

bitastaed borg

Hádegisbitann í Gasstöðinni sá snillingurinn og vöruhönnuðurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir hjá „Pantið áhrifin“ – „Order to effect“ um.

Netfangið hennar Auðar er: audurosp@gmail.com

 

24.05.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

Punktar frá pallborðsumræðum í Iðnó:

Í pallborðsumræðunum voru hugmyndir hópanna ræddar í samhengi við hugmyndafræðilegar og kerfislægar áskoranir og hindranir í íbúða- og byggðaþróun.

Pallborðið sátu Jón Gnarr borgarstjóri, Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, Gunnar Ó. Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur ogRíkharður Kristjánsson verkfræðingur. Sigrún Birgisdóttir deildarforseti hönnunar og arkitektúrdeildar listaháskóla Íslands leiddi umræðurnar.

Eygló Harðardóttir lagði áherslu á mikilvægi þess að skoða strax í upphafi verð íbúðarhúsnæðis og rekstrarform. Hún talaði einnig um að vistvæni fælist í því að nota það sem er til af húsnæði með því að auðvelda breytingu atvinnuhúsnæðis í íbúðarhúsnæði.

Jón Gnarr benti á að svokölluð græn verkefni væru ekki lengur gæluverkefni heldur lífsnauðsynleg. Hann taldi Skeifuna ágætt dæmi um hverfi sem hefði möguleika á að breytast í íbúðarhverfi og vitnaði í Einstein: “ Ef hugmynd er ekki absúrd í upphafi þá er hún einskins virði.“ Hann benti einnig á að lausnin fælist í því að finna jafnvægið.

Ólöf Örvarsdóttir tók undir þetta og benti á að regluverkið ætti ekki að stýra okkur því þróunarverkefni yrðu að verða að veruleika. Hún vildi meina að hvatarnir þyrftu að koma frá grasrótinni og yfirvaldið þyrfti að sýna sveigjanleika til að koma til móts við breyttar áherslur.

Gunnar Örn Haraldsson spurði hvað við gætum gert innan þess kerfis sem við höfum og að að hans mati væri byggingarreglugerðin „kafkaísk“ lesning. Hann benti einnig á að skipulagsmál eru í eðli sínu umhverfismál.

Björn Karlsson benti á að í öllum heiminum væri verið að uppfylla ákveðnar grunnþarfir og kröfur varðandi íbúðir. Samkvæmt aldagömlum reglum þarf íbúð að uppfylla að hægt sé að: sofa, elda mat, fara á klósett og þvo föt. Til viðbótar þessu væru á Norðurlöndunum krafa um rými til að geyma hluti og svo væri þar farið fram á að nýjar íbúðir biðu upp á aðgengi fyrir alla innan íbúðar. Þetta væri vegna þeirrar stefnu Norðurlandanna að gera fólki kleift að búa sem lengst heima.

Ríkharður Kristjánsson talaði af langri reynslu um að byggingariðnaðurinn á Íslandi væri mjög íhaldssamur og sagðist telja að fólk vildi sömu gömlu íbúðarformin. Það væru ekki byggingariðnaðurinn heldur almenningur sem skorti framsækni. Hann benti einnig á að húsnæðisvandinn lægi miklu fremur í of lágum launum en of háum byggingarkostnaði.

 

20.05.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

Áhugaverð slóð sem sem Hildigunnur Sverrisdóttir sendi okkur eftir yfirferðina í dag: 

 

13.05.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

Heiða Aðalsteinsdóttir landslagsarkitekt hélt í dag fyrirlesturinn: „Bitastæð borg. Getur borgin nært okkur með bitastæðu skipulagi.“  /skipulagsmal/357-bitastaedh-borg

Hér eru nokkrar áhugaverðar slóðir sem hún sendi í kjölfarið:

Helstu bakgrunnsheimildir:

.
.
.
.
Frábærir TED fyrirlestrar um borgarbúskap sem blása manni anda í brjóst:
.
.
.
.

 

08.04.2014  – Lókal glóbal búseta. Dagný.

Hvaða verkfæri/kerfi geta hjálpað okkur til þess að „lækna“ samfélagið og beina því á vistvænni og heilbrigðari braut? Hvernig getum við skapað vettvang fyrir fólk til þess að lifa vistvænt og í sátt og samlyndi? Hvernig getum við auðveldað fólki að hreyfa sig meira, nota bílinn minna, flokka meira rusl og rækta eiginn mat? Hvernig getum við stuðlað að gefandi mannlífi með útfærslum á okkar nærumhverfi?

 

gll

 

 

 

07.05.2014 – Homo sum. Homo sum. Snæfríð.

Homo sum, humani nihil a me alienum puto.
Ég er maður, mér er ekkert mannlegt óviðkomandi
Terentius (195/185-159 f.kr.)
 
Homo sum1
 

 

06.05.2014 – Homo sum. Homo sum. Snæfríð.

„Það er forljót diskókúla hangandi undir þakglugganum í stúdíónu
mínu sem varpar sólarljósinu á ótrúlega fallegan hátt inn í rýmið
ca 10 mínútur á dag…“

 

homosum 2

 

 

 

06.05.2014 – Rúðuborg. Sigrún Hanna. Áhugaverður fyrirlestur: Efnismenning geimsins: Fatnaður og samfélag um borð í stjarnflaugum framtíðarinnar.

 

rudub blogg

(Mynd: courtesy of NASA/Hubble : )

Gerist framtíðin bara eða er hún sköpuð? Hvað með mannlíf? Við stöndum frammi fyrir því að þurfa að skapa aðlaðandi, líflegt og lífvænlegt samfélag á stað sem fæstir telja að hafi yfir slíkum gæðum að búa í dag. Skeifan er mörgum kostum gædd, þar er blómleg starfsemi í sífelldri þróun, hverfið er miðsvæðis og þar má alltaf finna bílastæði – en í núverandi mynd þykir hverfið kannski ekki sérlega spennandi til búsetu. Hvernig býr maður til lifandi og sterkt samfélag á stað þar sem ekkert slíkt er fyrir? Er það yfir höfuð hægt? Inngrip og umbreyting fráhrindandi hverfa til hins betra er nú efst á baugi hjá okkur. Innblástur má finna um víða og ekki aðeins á jörðu niðri, við stefnum út í geim í næstu viku. Mánudaginn 12. maí heldur Karl Aspelund, gestalektor í þjóðfræði og lektor í hönnun við Rhode Island University, spennandi fyrirlestur um efnismenningu geimsins. Hann beinir sjónum fyrst og fremst að klæðaburði í geimnum en vekur líka máls á því hvernig megi stuðla að farsælu og sjálfbæru samfélagi þar. Slíkt krefst endurskoðunar, rannsókna og nýrrar hugsunar sem gæti komið okkur hér á jörðu niðri að góðum notum. Sér í lagi þegar kemur að því að hanna borgarrými og híbýli framtíðar! Fyrirlesturinn verður mánudaginn 12. maí kl. 12:05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Nánari upplýsingar um hið æsispennandi stjarnflaugarverkefni má finna hér: /

Ágrip:

Stefnt er að því að senda mannaðar stjarnflaugar út fyrir sólkerfið innan eitt hundrað ára. Á næstu áratugum verða jafnframt til varanleg samfélög manna í geimstöðvum og á öðrum hnöttum. Rétt eins og á jörðinni verður klæðnaður í geimnum einn þráður í flóknum vef efnismenningar í þessum samfélögum. Sá þráður liggur hins vegar víða. Nú er nýhafin rannsókn á því hvers konar klæðnað langdvöl í geimnum útheimtir. Aðstæður í geimnum og fjarlægðin frá jörðu kallar á algera sjálfbærni í allri framleiðslu og notkun fatnaðar. Því ber nauðsyn til að leita býsna róttækra lausna. Þær lausnir snúast meðal annars um gerð textílefna og efnafræði, fatagerð og hönnun, en þær krefjast þess líka að gefinn sé góður gaumur að menningunni í kringum föt. Samfélag stjarnflaugarinnar mun fljótlega slitna úr tengslum við menningu jarðarinnar og verður þess vegna að vera sjálfu sér nægt. Það mun mynda sína eigin heild með tilheyrandi sérkennum. Þá fer að skipta máli hvernig klæðnaður mótar einstaklinga og samfélög og hvernig skapandi hugsun tengir manneskjurnar saman og við umhverfi sitt. Einhverjar kerfisbreytingar virðast óumflýjanlegar á félagsgerð og efnismenningu mannlegs samfélags í geimnum. Þrátt fyrir að stjarnflaugin marki að vissu leyti hámark módernískrar hugmyndafræði setja náttúra geimsins og stærð farsins samfélaginu um borð slíkar skorður að líklega verður að byggja það á eldri þjóðfélagsmynstrum. Þessi þversögn er þó tálsýn og hún leysist upp hugsi maður stjarnflaugina sem umgjörð utan um nýtt stig iðnvædds samfélags, þar sem það hefur náð jafnvægi í sátt við umhverfi sitt. Grundvöllur farsæls geimsamfélags er nefnilega nákvæmlega sá sami og grundvöllur farsæls samfélags á jörðinni; rannsóknir sem undirbúa sjálfbært líf og menningu um borð í stjarnflaug geta haft veruleg áhrif til batnaðar á jörðinni löngu áður en flaugin sjálf verður ferðbúin. ()

 

 

02.05.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

Áhugaverðar slóðir sem Sigrún Birgisdóttir bendir á:

Síða um rannsókn á Reykjavík – Hörgull og sköðun í borginni. .wordpress.com

Þetta er það sem Arna Mathiesen hefur unnið að í samhengi við stærra evrópskt rannsóknarverkefni Scibe, – Scracity and Creativity in the Built Environment. Þetta er samstarfsverkefni þar sem unnið er að rannsóknum í mörgum borgum og litið á hvernig megi endurhugsa borgina á skapandi máta með þátttöku borgaranna. 

Bókin: Future Practice. Conversations from the Edge of Architecture eftir Rory Hyde. Þetta eru viðtöl við sautján einstaklinga sem komið hafa að: arkitektúr, stefnumótum og „aktívisma“, menntun og rannsóknum, sögu og samfélagsþátttöku. Bókin er einnig til rafræn.

Screen shot 2014-05-07 at 10.16.39

 

 

23.04.2014 – Lókal glóbal búseta. Dagný.

Lókal glóbal er nýtt kerfi búsetuforms fyrir samfélagið sem svarar þörfum einstaklinga og fjölskyldna af öllum stærðum og gerðum. Vakning hefur orðið á umhverfis- og efnahagsmálum og hefur ný hreyfing orðið til, „The sharing economy“ eða deilihagkerfi. Konsept Lókal glóbal byggir m.a. á þessari hugmyndafræði. Við viljum skapa vistvænt og sjálfbært samfélag sem fyrirmynd í borginni, þar sem áhersla verður lögð á lífið milli húsanna, innihaldi grænna svæði, til dvalar, leikja og ekki síst matvælaræktunar. Íbúðirnar byggja á grunnkerfi eininga sem býður upp á sveigjanleika í nýtingu. Gert er ráð fyrir möguleika á samnýtingu rýma, bæði innan og utan dyra. Samnýting bíla og fleiri hluta verður einnig mögulegt. Nafnið Lókal glóbal skírskotar til þess að hugsa heildrænt með staðbundnum aðgerðum: „Think global act local“, að bæta heiminn byrjar heima.

 

gll2

 

 

22.04.2914 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.

Nokkrar slóðir eftir fyrirlestur Eyglóar Harðardóttur myndlistarmanns:

Viðtal við borgarstjórann í Tirana Albaníu: Architecture+Art: Crossover and Colloboration – Edi Rama and Anri Sala.

 

Screen shot 2014-05-07 at 10.37.45

 

Heimasíða Katharina Grosse: 

 

 

10.04.2014 – Bær. Kristján E.

Áttum fróðlegan fund með Ullu Zuehlke í dag sem er að vinna rannsóknarverkefni við Háskóla Íslands varðandi gegn- og ógegndræp svæði borgarinnar.  Af ógegndræpum svæðum borgarinnar er hlutur helgunarsvæðis bílsins 43,5%, þar af bílastæða 25,8%.  Húsþök borgarinnar eru einungis 23,9% af ógegndræpum svæðum.

 

gegndræpi gr bakg

 

 

01.04.2014 – Bær. Kristján E.

MANIFESTO
2,5 x 5 er hugsuð fyrir nánustu framtíð Reykjavíkur og Íslands. Áfram heldur sú þróun að þjóðin er að verða eldri á sama tíma og yngra fólki og einstæðum fjölgar.
Stjórnmála- og áhrifamenn þjóðarinnar hafa loks áttað sig á þeim séríslensku möguleikum, í átt að sjálfbærni, sem fólgnir eru í orkubirgðum landsins og innflutningi á jarðefnaeldsneyti hefur verið hætt. Hluti ábatans sem af því hlýst hefur verið notaður til þess að styrkja velferðarkerfi og almenningssamgöngur. Dregið hefur úr þörfinni fyrir einkabílinn sem nú er knúinn áfram af rafmagni og er að miklu leyti sameign margra.
Hvernig er unnt að byggja á þeim bílastæðum í Reykjavík sem nú eru að hluta til óþörf og með því búa til þéttari, betri, fjölbreyttari og lífvænlegri borg, á sama tíma og sögu og sérkennum hverfa er leyft að njóta sín?
.
bilastaedi lod
.
.
01.04.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.
.
Nokkrar greinar sem Pétur H. Ármannsson talaði um í fyrirlestri sínum um íbúðina:
Guðjón Samúelsson, „Um Húsnæðisleysið í Reykjavík. Erindi flutt í V. F. Í. þ. 14. dec. 1921af Guðjóni Samúelssyni húsameistara“, í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands, 1921, bls. 41.
Skarphéðinn Jóhannsson, „Heimili og húsgögn“, í Húsakostur og híbýlaprýði, Mál og Menning, Reykjavík, 1939, bls. 83.
.
Screen shot 2014-05-07 at 12.35.37
.
.
02.02.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.
.
Frá Guðrúnu Ingvarsdóttur arkitekt og verkefnisstjóra hjá Búseta:
Komið þið sæl
Mig langar bara að vekja athygli ykkar á keppni sem er í gangi um þessar mundir í Danmörku. Þeir sem standa á bakvið þetta með ráðuneytinu eru BL- Danmarks almene boliger sem eru meðlimir í Nordisk boligorganisation með Félagsbústöðum og Búseta.
Þarna  er leitað eftir hugmyndum að íbúðum framtíðarinnar – með fókus á þverfaglega nálgun – félagslegt umhverfi, gæði í byggingarlist, hagkvæmni og umhverfisvernd.
Hér er síðan fyrir verkefnið:
/
Og hér er samkeppnisforsögnin – mjög fróðlegar greinar þar sem koma inn á fjölmargt sem tengist hönnun góðra íbúða og umhverfis þeirra.
Kær kveðja
Guðrún Ingvarsdóttir
Verkefnastjóri þróunarverkefna – Arkitekt FAÍ
Búseti hsf.
.
.
14.01.2014 – Verkefnisstjórar. Fríða og Hrefna.
.
Áhugaverð grein sem Jóhannes Þórðarson arkitekt sendir slóð á:

Hönnunarsjóður Auroru[ Aurora Design Fund[