Hæg breytileg átt[ Slowly Changing Course[

2 áfangi svhv

Yfirferð á 2. áfangaReview of the 2nd part

Í dag var yfirferð og umræður um annan áfanga verkefnisins. Hóparnir kynntu leitina að stað og mótun húsrýmisáætlunar. Í þessum áfanga hefur áherslan verið lögð á að setja fram hugmyndir um einingar/íbúðir með áherslu á skýra meginhugmynd og rýmismótun. Línur eru teknar verulega að skýrast varðandi nálgun og efnistök hópa.

Á yfirferðina komu margir góðir gestir úr baklandi verkefnisins: Anna María stjórnarformaður, Auðun frá Félagsbústöðum, Gísli Örn Bjarnhéðinsson og Guðrún Ingvarsdóttir frá Búseta, Guðrún Björnsdóttir frá Félagsstofnun stúdenta, Guðrún Margrét Ólafsdóttir frá Hönnunarsjóði Auroru og Sigrún Birgisdóttir frá Listaháskólanum.

Hægt er að skoða kynningarefni frá hópunum undir Áfangar – Áfangi 2 hér á síðunni.

 

 

Review and discussion on the second phase of the project. The groups presented their program and search for a site. In this phase, the focus has been on the unit / apartment with a clear focus on the main idea and spatial formulation.

The presentations can be viewed under Courses – Course 2 on this page.

 

Hönnunarsjóður Auroru[ Aurora Design Fund[