Hæg breytileg átt[ Slowly Changing Course[

10712690_364444963742436_6089227740057854981_o

Upptökur frá viðburðadagskránni

Málstofur, málþing og fyrirlestar sem voru hluti af viðburðadagskrá Hægrar breytilegrar áttar eru nú aðgengilegar hér á síðunni: Upptökur frá viðburðadagskránni má finna á linkum hér að neðan:

Sálarlíf borgarinnar Hvernig geta rannsóknaraðferðir, niðurstöður og kenningar sálfræðinga gagnast hönnuðum, arkitektum og skipulagsfræðingum? Framsöguerindi: 
 Dr. Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði Páll J. Líndal, doktor í umhverfissálfræði Sigrún B. Sigurðardóttir, doktor í samgöngu- og umferðarsálfræði. Ásamt framsögumönnum verður Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt í pallborði. Stjórn málstofu: Sigrún Alba Sigurðardóttir.

Þétt borg, virk borg: áskoranir og tækifæri. Hóparnir sem tóku þátt í verkefninu Hæg breytileg kynna verkefni sín í samhengi við markmið Aðalskipulags Reykjavíkur um þéttari og virkari hverfi. Hringborðsumræður: Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkur, Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, Ásta Olga Magnúsdóttir, verkefnisstjóri. Umræðustjórn Sigrún Birgisdóttir arkitekt.

Indy Johar, arkitekt London, fyrirlestur Vatnaskil Málþing um horfur í íbúða- og byggðaþróun. Framsöguerindi: Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur, Steinþór Kári Kárason, arkitekt og Anna María Bogadóttir, arkitekt. Pallborð: Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Ólöf Örvarsdóttir sviðsstjóri Skipulagssviðs Reykjavíkur Stjórnandi málþings: Jóhannes Þórðarson, arkitekt.

Viltu búa með mér? Uppsafnaða þörf á íbúðum á að leysa með stórfelldri íbúðauppbyggingu. En hvers konar konar íbúðir? Fyrir hverja og á hvaða forsendum? Í málstofunni ræðir ungt fólk reynslu sína og sýn á búsetuform í áheyrn fulltrúa félaga og fyrirtækja með yfirlýstar áætlanir um að byggja yfir kynslóðir framtíðarinnar. Umræðustjórn: Anna María Bogadóttir, arkitekt.

 

Documentation from the Exhibition program is now available on our website. Please find the videos of the week-long conference program under the following link:

Hönnunarsjóður Auroru[ Aurora Design Fund[